Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 07. nóvember 2020 21:10
Ívan Guðjón Baldursson
Ansu Fati líklega frá keppni í fjóra mánuði
Mynd: Getty Images
Ansu Fati var tæklaður undir lokin á 5-2 sigri Barcelona gegn Real Betis í dag og eru meiðslin talin alvarleg.

Samkvæmt fyrstu greiningu er Fati illa meiddur á hné og þarf líklegast að vera frá í þrjá til fjóra mánuði.

Líklegt er að hann þurfi að gangast undir aðgerð á hnénu en Barcelona mun veita frekari upplýsingar eftir helgi, þegar skýrari niðurstöður fást úr rannsóknum á honum.

Fati er aðeins 18 ára gamall en hefur þó gert 11 mörk í 30 leikjum með aðalliði Barcelona. Ronald Koeman þjálfari Barca heldur mikið uppá ungstirnið sem á einnig fjóra A-landsleiki að baki fyrir Spán.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner