Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 07. nóvember 2020 12:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal á eftir mjög spennandi ungverskum leikmanni
Dominik Szoboszlai.
Dominik Szoboszlai.
Mynd: Getty Images
Arsenal er sagt hafa mikinn áhuga á helstu vonarstjörnu Ungverja, Dominik Szoboszlai.

Szoboszlai er tvítugur miðjumaður sem leikur með RB Salzburg í Austurríki.

Szoboszlai var orðaður við Arsenal síðasta sumar og núna segir ungverski fjölmiðillinn Index að Mikel Arteta vilji fá miðjumanninn í janúar. Index hefur það eftir umboðsmanni leikmannsins að Arsenal sé áhugasamt.

Szoboszlai hefur spilað 73 leiki fyrir Salzburg og skorað í þeim 22 mörk. Umboðsmaður hans sagði jafnframt að leikmaðurinn myndi líka það vel að vera áfram í þýskumælandi landi.

Salzburg og þýska úrvalsdeildarfélagið RB Leipzig eru systrafélög og hafa nokkrir góðir leikmenn farið þar á milli síðustu ár.

Szoboszlai hefur spilað tíu A-landsleiki fyrir Ungverjaland og hann er í hópnum sem mætir Íslandi í úrslitaleik um sæti á EM í næstu viku.

Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður Íslands, er á mála hjá Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner