Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 07. nóvember 2020 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bielsa sáttur með Meslier - Neitar að tjá sig um dómarann
Mynd: Getty Images
Argentínski þjálfarinn Marcelo Bielsa neitaði að tjá sig um dómara leiksins eftir 4-1 tap Leeds United gegn Crystal Palace í dag.

Þetta er annar leikurinn í röð sem Leeds fær 4 mörk á sig en Bielsa segist vera sáttur með frammistöðu Illan Meslier á milli stanganna.

„Það eru ekki bara þessir tveir leikir í röð, við höfum fengið fjögur mörk á okkur í fjórum mismunandi leikjum á upphafi tímabils. Þrátt fyrir öll þessi mörk er Illan að gera góða hluti í markinu," sagði Bielsa eftir tapið.

„Við áttum skilið að tapa þessum leik þó við hefðum mátt tapa með minni mun. Palace skoraði mörkin sín á verstu tímunum fyrir okkur."

Patrick Bamford gerði eina mark Leeds í leiknum en hann kom knettinum tvisvar sinnum í netið. Í fyrra skiptið var markið ekki dæmt gilt vegna afar umdeildrar rangstöðu - handleggur Bamford var rétt fyrir innan aftasta varnarmann.

„Ég ræði aldrei dómaraákvarðanir," svaraði Bielsa sem hefur áður kallað eftir aukinni virðingu af hálfu þjálfara í garð dómara.
Athugasemdir
banner
banner
banner