Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 07. nóvember 2020 14:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Bruno Fernandes sneri taflinu við fyrir United
Man Utd er komið aftur á sigurbraut.
Man Utd er komið aftur á sigurbraut.
Mynd: Getty Images
Everton 1 - 3 Manchester Utd
1-0 Bernard ('19 )
1-1 Bruno Fernandes ('25 )
1-2 Bruno Fernandes ('32 )
1-3 Edinson Cavani ('90 )

Manchester United er komið aftur á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni. United heimsótti Everton á Goodison Park í hádegisleik þessa laugardags.

Everton fékk draumabyrjun þegar Brasilíumaðurinn Bernard skoraði með skoti á nærstöngina eftir 19 mínútur. Þetta var afar einfalt mark fyrir heimamenn og pressan jókst á Ole Gunnar Solskjær, stjóra United.

En á 25. mínútu jöfnuðu gestirnir og var þar að verki Bruno Fernandes með skalla eftir fyrirgjöf Luke Shaw.

Stuttu síðar sneri Fernandes taflinu alveg við fyrir United þegar hann skoraði sitt annað mark. Hann átti fyrirgjöf sem fór alla leið í markið. Í fyrstu var talið að Marcus Rashford hefði snert boltann en svo var ekki.

Staðan var 2-1 í hálfleik fyrir Man Utd. Everton byrjaði seinni hálfleikinn betur en þeir náðu ekki að skapa sér mikið. Seinni hálfleikurinn einkenndist af hörku og baráttu, og var mönnum heitt í hamsi á Goodison Park.

Gylfi Þór Sigurðsson var tekinn af velli á 66. mínútu og kom Alex Iwobi inn á í hans stað hjá Everton.

Everton lagði mikið í sóknarleikinn og var með marga menn frammi á síðustu mínútunum. United náði að nýta sér það seint í uppbótartímanum. Edinson Cavani skoraði þá sitt fyrsta mark fyrir Man Utd eftir skyndisókn. Það var Fernandes sem lagði markið upp.

Lokatölur 3-1 fyrir Man Utd sem hoppar upp í 13. sæti með tíu stig. Everton hefur tapað þremur leikjum í röð og er í fimmta sæti með 13 stig. Man Utd á leik til góða á Everton.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner