lau 07. nóvember 2020 19:26
Ívan Guðjón Baldursson
England: Chelsea sýndi yfirburði gegn Sheffield
Mynd: Getty Images
Chelsea 4 - 1 Sheffield United
0-1 David McGoldrick ('9)
1-1 Tammy Abraham ('23)
2-1 Ben Chilwell ('34)
3-1 Thiago Silva ('77)
4-1 Timo Werner ('80)

Chelsea sýndi mikla yfirburði er Sheffield United kíkti í heimsókn í enska boltanum í dag.

Gestirnir frá Sheffield fóru vel af stað og skoraði David McGoldrick eftir níu mínútna leik. Korteri síðar var Tammy Abraham búinn að jafna og var hann heppinn að hitta boltann illa sem gerði það að verkum að hann skoppaði yfir Chris Basham og í netið.

Chelsea komst nálægt því að taka forystuna áður en Ben Chilwell kom knettinum í netið eftir slæm varnarmistök Max Lowe.

Sjálfstraust heimamanna fór vaxandi er leið á leikinn og voru gestirnir frá Sheffield heppnir að vera aðeins einu marki undir í leikhlé, eftir að Timo Werner skaut í slá.

Chelsea hélt áfram að stjórna gangi mála og komst nokkrum sinnum nálægt því að bæta þriðja markinu við. Það var hetjuleg barátta varnarmanna Sheffield sem frestaði þriðja markinu þar til Thiago Silva skallaði aukaspyrnu frá Hakim Ziyech í netið á 77. mínútu.

Werner innsiglaði sigurinn skömmu síðar og niðurstaðan sannfærandi 4-1 sigur hjá Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner