Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 07. nóvember 2020 05:55
Victor Pálsson
England í dag - Gylfi mætir Man Utd
Mynd: Getty Images
Það er nóg um að vera á Englandi í dag en fjórir skemmtilegir leikir eru á dagskrá á mismunandi tímum.

Dagurinn byrjar með hörku viðureign er Everton tekur á móti Manchester United á Goodison Park.

Gylfi þór Sigurðsson verður vonandi í byrjunarliði Everton sem er í fimmta sæti deildarinnar með 13 stig eftir sjö leiki.

Man Utd hefur byrjað tímabilið ansi illa og er með sjö stig í 15. sæti deildarinnar en á þó leik til góða.

Crystal Palace og Leeds mætast eftir leikinn á Goodison og svo hefst viðureign Chelsea og Sheffield United á Stamford Bridge.

Deginum lýkur svo með viðureign West Ham og Fulham klukkan 20:00 en leikið er á heimavelli þess fyrrnefnda.

Laugardagur:
12:30 Everton - Man Utd
15:00 Crystal Palace - Leeds
17:30 Chelsea - Sheffield Utd
20:00 West Ham - Fulham

Athugasemdir
banner
banner
banner