Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 07. nóvember 2020 15:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Jökull hjálpaði Exeter að komast áfram í bikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Unglingalandsliðsmarkvörðurinn Jökull Andrésson stóð vaktina í markinu hjá Exeter þegar liðið lagði Fylde að velli enska FA-bikarnum þennan laugardaginn.

Fylde tókst að skora fram hjá Jökli eftir 11 mínútur en Exeter svaraði því vel og var búið að taka forystuna 2-1 fyrir leikhlé.

Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og lokatölur 2-1 fyrir Jökul og félaga.

Exeter er í fjórðu efstu deild á Englandi og Fylde er í sjöttu efstu deild. Exeter er komið áfram í 2. umferð bikarsins.

Jökull er á láni hjá Exeter frá Reading en möguleiki er á því að þetta hafi verið síðasti leikur hans fyrir félagið. Lánssamningur hans á að renna út í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner