Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 07. nóvember 2020 14:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Finna blóraböggul í Gylfa - Vinsæll plötusnúður harðorður
Gylfi í leiknum gegn United.
Gylfi í leiknum gegn United.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson átti ekki sinn besta dag þegar Everton tapaði fyrir Manchester United í hádegisleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi var í byrjunarliði Everton en var tekinn af velli eftir 66 mínútur fyrir Alex Iwobi.

Það er venja fyrir því að þegar Everton spilar illa að þá fær Gylfi að heyra það hvað mest af öllum frá stuðningsmönnum Everton. Þannig hefur það verið nánast alveg frá því hann var keyptur frá Swansea fyrir 45 milljónir punda sumarið 2017.

Gylfi fékk mikið að heyra það í dag á samfélagsmiðlum. Meðal þeirra harðorðustu var plötusnúður að nafni Anton Powers sem er stuðningsmaður Everton. Powers er nokkuð vinsæll í sínu fagi og er hann með tæplega milljón hlustendur mánaðarlega á tónlistarstreymisveitunni Spotify.

Hann skrifaði á Twitter: „Kaupin á Sigurðsson eru þau verstu í sögu Everton. Ég skammast mín fyrir að hann hafi fengið að bera fyrirliðabandið. Býður ekki upp á neitt."

Powers hefur núna eytt tísti sínu en mynd af því má sjá hér að neðan.

Næst á dagskrá hjá Gylfa er leikur með íslenska landsliðinu gegn Ungverjalandi í úrslitaleik um sæti á EM í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner