banner
   lau 07. nóvember 2020 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Flogið með borða yfir Goodison Park - „Heimurinn veit að Trump vann"
Donald Trump.
Donald Trump.
Mynd: Getty Images
Núna er í gangi leikur Everton og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

Staðan er 1-1. Brasilíumaðurinn Bernard kom Everton yfir og Bruno Fernandes jafnaði metin.

Fyrir leikinn var flogið með borð yfir Goodison Park, fána sem tengist fótbolta ekki neitt. Á borðanum er stuðningi lýst yfir við Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjana.

„Heimurinn veit að Trump vann," var skrifað á borðann ásamt slagorði Trump, "Make America Great Again".

Trump hefur farið mikinn síðustu daga kjölfar forsetakosninga í Bandaríkjunum. Útlit er fyrir að Trump muni tapa kosningunum en hann hefur tekið því mjög illa. Trump hefur haldið fram stoðlausum ásökunum um kosningasvindl og krafist þess að hætt verði að telja sum atkvæði.

Ekki er vitað til þess að fótboltastuðningsmenn beri ábyrgð á borðanum en eins og áður segir var flogið með hann yfir Goodison Park þar sem leikur Everton og Man Utd fer fram.

Sjá einnig:
Southampton með tíst í anda Trump: Stöðvið talninguna!


Athugasemdir
banner
banner
banner