Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 07. nóvember 2020 13:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Giggs grunaður um að hafa ráðist á tvær manneskjur sama kvöld
Ryan Giggs.
Ryan Giggs.
Mynd: Getty Images
Fyrr í þessari viku var lögreglan kölluð að heimili Ryan Giggs, landsliðsþjálfara Wales, vegna erja á heimili hans.

Manchester United goðsögnin var í kjölfarið handtekin vegna gruns um líkamsárás. Í kjölfarið hafa enskir fjölmiðlar fjallað um það að Giggs hafi beitt kærustu sína ofbeldi.

Mirror segir frá því að talið sé að Giggs hafi veist að kærustu sinni og annarri manneskju síðastliðið sunnudagskvöld.

Giggs var látinn laus gegn tryggingu en málið er núna til rannsóknar hjá lögreglunni í Manchester.

Giggs mun ekki stýra næstu leikjum Wales vegna málsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner