Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 07. nóvember 2020 18:25
Ívan Guðjón Baldursson
Henry um Messi: Það líður yfir evrópska leikmenn í Bólivíu
Mynd: Getty Images
Thierry Henry fór í viðtal við CBS og ræddi ýmis málefni, meðal annars Lionel Messi fyrirliða Barcelona.

Hinn 33 ára gamli Messi vildi yfirgefa Barcelona í sumar en fékk ósk sína ekki uppfyllta. Henry er ósáttur með hegðun Barca í málinu og segir Messi eiga skilið að vera hamingjusamur.

Henry telur Messi vera besta knattspyrnumann sögunnar og segist hlæja þegar hann heyrir fólk gagnrýna stórstjörnuna.

„Þegar ég heyri fólk gagnrýna Messi þá hlæ ég bara. Fólk gleymir því að hann var að keppa í Ekvador og Bólivíu í síðasta mánuði. Fólkið sem segir þetta getur ekki einu sinni labbað í Bólivíu! Það líður yfir evrópska leikmenn þegar þeir fara til Bólivíu," sagði Henry, en heimavöllur Bólivíu er í mikilli hæð og er talsvert erfiðara að draga andann þar heldur en á öðrum völlum.

„Fólk gleymir oft að knattspyrnumenn eru ekki vélar. Ég skil að leikmenn vekji athygli á sér og sinni persónu utan vallar, ýmist til að selja vörur eða segja sögur. Það á ekki við um Leo. Ég spilaði með honum og hann er ekki gaurinn sem á að ráðast á.

„Lionel Messi á skilið að vera hamingjusamur. Hann er töframaður og hefur veitt áhorfendum svo mikla hamingju. Hann er einn af fáum leikmönnum sem getur ennþá látið mann standa upp og öskra. Við borgum til að horfa á fótbolta útaf honum. Ég vona að hann haldi áfram að spila eins lengi og fæturnir bera hann. Leo vermir hjartað mitt í hvert sinn sem hann stígur á völlinn."

Athugasemdir
banner
banner
banner