Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 07. nóvember 2020 20:25
Ívan Guðjón Baldursson
Hodgson: Ekki nægur tími fyrir mig til að tala um VAR
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson var ánægður með 4-1 sigur Crystal Palace gegn Leeds í enska boltanum í dag.

Hodgson var sérstaklega ánægður með laglegt aukaspyrnumark Eberechi Eze og var svo spurður út í markið sem var dæmt af Patrick Bamford.

Bamford, sóknarmaður Leeds, virtist ekki vera í rangstöðu í markinu en VAR-herbergið mat stöðuna þannig og markið ekki dæmt gilt. Bamford var með allan líkamann réttu megin við varnarlínuna, að undanskildum handleggnum sem hann notaði til að benda á hvar hann vildi fá boltann. Það munaði aðeins nokkrum millimetrum en ljóst að handakrikinn skemmdi fyrir Bamford og Leeds, þegar staðan var aðeins 1-0.

Hodgson segist ekki vorkenna Leeds vegna marksins því Crystal Palace hefur lent illa í VAR það sem af er tímabils.

„Strákarnir elska að vera eftir á æfingasvæðinu til að æfa sig í aukaspyrnum og þetta var stórkostlegt mark sem hann gerði í dag. Það kom okkur í 2-0 og reyndist afar mikilvægt mark," sagði Hodgson.

„Þið eruð að tala við rangan mann um þetta mark. Við höfum verið alltof óheppnir með vafaatriði í síðustu leikjum, það hafa mörk verið dæmd af okkur og leikmaður óréttilega rekinn af velli.

„Ég hef sterkar skoðanir á VAR. Þið gætuð ekki gefið mér nægan tíma í loftinu til að tala um VAR, ég get sagt ykkur það."

Athugasemdir
banner
banner
banner