Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 07. nóvember 2020 19:15
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Cagliari tók Samp - Spezia skellti Benevento
Joao Pedro er burðarstólpurinn í liði Cagliari.
Joao Pedro er burðarstólpurinn í liði Cagliari.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tveimur fyrstu leikjum dagsins er lokið í ítalska boltanum. Þar hafði Cagliari betur gegn tíu leikmönnum Sampdoria í fyrri leik dagsins.

Staðan var markalaus eftir bragðdaufan fyrri hálfleik en heimamenn í Cagliari fengu besta færið þegar Joao Pedro skallaði í stöng. Tommaso Augello, bakvörður Sampdoria, fékk beint rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks þegar hann missti boltann og braut svo af sér sem aftasti varnarmaður.

Joao Pedro fékk vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks eftir slakan varnarleik hjá Lorenzo Tonelli og skoraði úr henni. Vítaspyrnan var léleg og Emil Audero valdi rétt horn en hlýtur að vera sársvekktur með að hafa knettinum undir sig.

Nahitan Nandez tvöfaldaði forystuna og komust heimamenn nokkrum sinnum nálægt því að gera þriðja markið en það leit aldrei dagsins ljós. Mark var dæmt af Riccardo Sottil vegna afar tæprar rangstöðu á 78. mínútu.

Cagliari 2 - 0 Sampdoria
1-0 Joao Pedro ('48)
2-0 Nahitan Nandez ('69)

Benevento og Spezia áttust þá við í nýliðaslag og komu gestirnir öllum á óvart og stjórnuðu gangi mála frá upphafi til enda leiks.

Tommaso Pobega skoraði eina mark fyrri hálfleiksins og setti M'Bala Nzola tvennu á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik.

Spezia er komið yfir Benevento á stöðutöflunni eftir sigurinn, en þetta var fjórða tap Benevento í röð.

Sveinn Aron Guðjohnsen er á mála hjá Spezia en leikur fyrir OB að láni.

Benevento 0 - 3 Spezia
0-1 Tommaso Pobega ('29)
0-2 M'Bala Nzola ('65)
0-3 M'Bala Nzola ('70)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner