Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 07. nóvember 2020 07:00
Victor Pálsson
Koeman neitar því að Messi sé latur
Mynd: Getty
Ronald Koeman, stjóri Barcelona, neitar því að Lionel Messi sé latur leikmaður eftir spurningu blaðamanna á föstudag.

Ronald Koeman, stjóri Barcelona, neitar því að Lionel Messi sé latur leikmaður eftir spurningu blaðamanna á föstudag.

Blaðamaður spurði Koeman út í líkamstjáningu Messi gegn Dynamo Kiev í Meistaradeilduinni á miðvikudag.

Messi fékk smá gagnrýni fyrir að labba á vellinum í leik sem Barcelona vann að lokum, 2-1.

„Ég sá hann ekki labba um völlinn og hef því engan áhuga á að tala um þetta. Ef þið viljið byrja dramatík þá er það ykkar vandamál," sagði Koeman.

„Viðhorf Messi er gott og hann nýtur þess að spila. Hann er sigurvegari en stundum lendirðu í því að boltinn fer ekki í netið. Hann er einbeittur að verkefninu."

„Messi er enn með svo mikil gæði og er mikilvægur liðinu. Hann skoraði úr víti og við erum vön því að sjá hann gera gæfumuninn."

Athugasemdir
banner
banner