Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 07. nóvember 2020 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Langbesta tímabil Todor í mörg ár - Ingó umferðarstjóri KV
Todor í leik með Einherja. Skórnir eru að fara upp á hillu hjá honum.
Todor í leik með Einherja. Skórnir eru að fara upp á hillu hjá honum.
Mynd: Jósep H Jósepsson
Ingólfur Sigurðsson.
Ingólfur Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlaðvarpsþátturinn Ástríðan valdi lið ársins í 3. deild karla ásamt því að veita önnur verðlaun.

Í valinu á leikmanni ársins komu tveir leikmenn til greina; Todor Hristov, sem spilaði með Einherja í sumar, og Ingólfur Sigurðsson, leikmaður KV.

„Valið var að lokum á milli Ingólfs Sigurðssonar og Todor Hristov. Besti leikmaður 3. deildarinnar 2020 er Todor Hristov. Hann lagði skóna á hilluna eftir tímabilið. Þetta var langbesta tímabilið hans í mörg ár. Hann hefur reynst Einherja óaðfinnanlega öll þessi ár," sagði Óskar Smári Haraldsson í Ástríðunni.

„Ingólfur var umferðarstjóri KV. Hann kemur djúpt niður og sækir boltann. Hann stýrði þessum possession-fótbolta sem KV spilar. Hann býr að þessum gæðum sem kom honum í atvinnumennsku ungur og er náttúrulega alltof góður til að spila í þessari deild," sagði Sverrir Mar Smárason.

„Gæðalega séð, er þetta ekki besti fótboltamaðurinn í deildinni?" spurði Óskar Smári.

„Jú, ég er 100% á því," sagði Sverrir.

KV vann 3. deildina og spilar í 2. deild á næstu leiktíð. Einherji var í fallbaráttu þegar mótið var flautað og hafnaði að lokum í níunda sæti deildarinnar.

„Todor Hristov var það mikilvægur þessu Einherja liði að þeir hefðu alltaf fallið ef hann hefði ekki spilað," sagði Óskar Smári.

„Hann skorar 15 mörk fyrir þetta lið, sem er í miklu brasi í deildinni allan tímann," sagði Sverrir um Todor og bætti Óskar við:

„Todor hugsar betur um sig en allir aðrir. Hann var gjörsamlega frábær fyrir Einherja í ár."

Todor er að hætta í fótbolta og fara í yngri flokka þjálfun hjá ÍBV.

Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Sjá einnig:
Lið ársins og bestu menn í 3. deild 2020
Ástríðan - Uppgjör ársins í 3. deildinni
Athugasemdir
banner
banner