Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 07. nóvember 2020 07:30
Victor Pálsson
Morata aftur í spænska landsliðið
Mynd: Getty Images
Alvaro Morata, leikmaður Juventus, hefur verið valinn í spænska landsliðshópinn í fyrsta skiptið í meira en ár.

Þetta var staðfest í gær en Luis Enrique, landsliðsþjálfari, ákvað að gefa Morata séns fyrir verkefni í Þjóðadeildinni.

Síðasti leikur framherjans kom í nóvember í fyrra þegar Spánn vann öruggan 5-0 sigur á Rúmenum í undankeppni EM.

Spánn mun leika við Þýskaland í vináttuleik á miðvikudag og mætir svo Sviss og Þýskalandi í Þjóðadeildinni.

Morata hefur farið vel af stað með Juventus í vetur og snýur aftur í hópinn líkt og miðjumaðurinn Koke hjá Atletico Madrid.

Athugasemdir
banner
banner