Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 07. nóvember 2020 22:48
Ívan Guðjón Baldursson
Moyes telur sigurmarkið ekki hafa verið löglegt
Mynd: Getty Images
David Moyes var ánægður með að hafa náð í þrjú stig er West Ham lagði Fulham að velli fyrr í kvöld.

Tomas Soucek gerði eina mark leiksins á 91. mínútu og vildu leikmenn Fulham fá dæmda rangstöðu vegna þess að Sebastien Haller var fyrir innan þegar sendingin fór af stað. Haller reyndi þó ekki að leika boltanum en virtist samt sem áður hafa áhrif á varnarmenn Fulham, sem hreinsuðu beint út í teig á Said Benrahma, sem lagði sigurmarkið upp fyrir Soucek.

Moyes var spurður út í markið að leikslokum og viðurkenndi að hann væri sammála Fulham, hann hefði viljað fá dæmda rangstöðu ef hann væri á hinum bekknum.

„Ég er ekki sannfærður að þetta hafi verið löglegt mark, á öðrum degi hefði verið flautað á rangstöðu. Mér finnst rangstöðureglan sú erfiðasta í fótboltanum í dag," sagði Moyes.

„Þetta eru frábær þrjú stig og við erum ánægðir með þau en núna þurfum við að bretta upp ermarnar ef við ætlum að ná einhverjum árangri."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner