Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 07. nóvember 2020 23:04
Ívan Guðjón Baldursson
Parker: Það skilur enginn rangstöðuregluna
Mynd: Getty Images
Scott Parker, knattspyrnustjóri Fulham, var reiður eftir 1-0 tap gegn West Ham United fyrr í kvöld.

Staðan var markalaus fram að 90. mínútu og átti öll dramatíkin sér stað í uppbótartíma. Fyrst komust heimamenn í West Ham yfir þegar Tomas Soucek skoraði, en leikmenn og þjálfarateymi Fulham heimtuðu rangstöðu.

Sebastien Haller var fyrir innan þegar sending fór af stað en gerði ekki tilraun til að leika boltanum. Varnarmaður Fulham neyddist til að hreinsa boltann úr erfiðri stöðu og gekk ekki betur en svo að boltinn fór beint á Said Benrahma, sem lagði markið upp fyrir Soucek.

„Enginn hérna skilur rangstöðuregluna, ég veit ekki hvernig þetta virkar lengur. Við erum með VAR og öll þessi fínu tól til að úrskurða um svona vafaatriði en það veit enginn hvernig á að framkvæma það. Hann (Haller) hefur áhrif á leikinn, varnarmaðurinn minn getur ekki látið vera í þessari stöðu," sagði Parker.

Fulham fékk vítaspyrnu undir lok uppbótartímans en Ademola Lookmann brenndi af punktinum. Vítaspyrnan sem hann tók var skelfileg, hann ákvað að nota vipputæknina sem Antonin Panenka gerði fræga á síðustu öld.

Parker segist vera reiður eftir þetta klúður og bætir því við að leikmaðurinn sjálfur sé einnig reiður út í sjálfan sig.

„Ég er reiður útaf þessu vítaspyrnuklúðri og það er hann (Lookman) líka. Það má ekki klúðra vítaspyrnu með þessum hætti, ef þú ætlar að taka svona spyrnu þá verðurðu að skora."

Tom Cairney og Harrison Reed, samherjar Lookman, bættu því við að Lookman hafi verið miður sín inni í klefa. Declan Rice, fyrirliði West Ham í fjarveru Mark Noble, hrósaði Lookman að leikslokum.

„Ademola Lookman átti frábæran leik og ætti ekki að vera of harður við sjálfan sig útaf einni vítaspyrnu."
Athugasemdir
banner
banner
banner