Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 07. nóvember 2020 15:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rangstaða á Bamford því hann benti - „Orðið algert grín"
Mynd: Getty Images
Leikur Crystal Palace og Leeds í ensku úrvalsdeildinni hefur farið fjörlega af stað.

Staðan er 2-1 fyrir Palace, sem komst 2-0 yfir. Patrick Bamford var að minnka muninn.

Stuðningsmenn Leeds eru verulega ósáttir með VAR en mark, sem Patrick Bamford skoraði stuttu eftir að Palace komst 1-0, var dæmt af vegna rangstöðu.

Bamford benti fram fyrir sig til marks um það hvar hann vildi fá sendinguna en ef hann hefði ekki bent þá hefði markið líklega fengið að standa.

Þorkell Máni Pétursson, útvarpsmaður og einn harðasti Leedsari á landinu, var verulega ósáttur við ákvörðunina.

„Það er spurning um að segja þessum bolta upp. Þetta er orðið algert grín," skrifar Máni á Twitter.

Þetta er ekki fyrsta handakrikarangstaðan í enska boltanum og ekki sú síðasta heldur.






Athugasemdir
banner
banner
banner