Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 07. nóvember 2020 23:10
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Hafði Haller áhrif á leikinn?
Mynd: Getty Images
Mikil dramatík var á lokamínútunum er West Ham lagði Fulham að velli í ensku úrvalsdeildinni fyrr í kvöld.

Tomas Soucek gerði eina mark leiksins á 91. mínútu en leikmenn Fulham og Scott Parker knattspyrnustjóri vildu fá dæmda rangstöðu. David Moyes, stjóri West Ham, var sammála kollega sínum hjá Fulham að leikslokum og viðurkenndi að hann hefði sjálfur viljað vítaspyrnu ef hann sæti á hinum bekknum.

Sebastien Haller var fyrir innan varnarlínu Fulham og hafði áhrif á ákvarðanatöku Joachim Andersen sem skallaði boltann beint fyrir fætur Said Benrahma sem var í góðri stöðu innan vítateigs og gaf einfalda sendingu á Soucek.

Atvikið er umdeilt en engin rangstaða var dæmd vegna þess að Haller var ekki talinn hafa áhrif á leikinn. Atvikið má sjá hér.
Athugasemdir
banner
banner