Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 07. nóvember 2020 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær gengið illa gegn Everton - Frábær frammistaða Gylfa í fyrra
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Gylfi skoraði frábært mark gegn Man Utd á síðasta ári.
Gylfi skoraði frábært mark gegn Man Utd á síðasta ári.
Mynd: Getty Images
Það er mikið undir fyrir Ole Gunnar Solskjær og Manchester United þegar liðið heimsækir Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Sagan segir að Manchester United sé byrjað að ræða við Mauricio Pochettino um að taka við liðinu en árangurinn í ensku úrvalsdeildinni til þess á tímabilinu hefur alls ekki verið góður. United er í 15. sæti með sjö stig eftir sex leiki.

Sjá einnig:
Tekur hinn 33 ára Nagelsmann við Man Utd?

Þetta verður í þriðja sinn sem Man Utd mætir Everton undir stjórn Solskjær. United hefur ekki enn unnið Everton undir stjórn Norðmannsins geðþekka. Leikir liðanna enduðu báðir með jafntefli á síðustu leiktíð en leikurinn á fyrsta tímabili Solskjær er líklega leikur sem hann vill ekki mikið rifja upp. Þá tapaði Man Utd 4-0 á Goodison Park.

Sjá einnig:
England: Everton niðurlægði Man Utd - Gylfi stórkostlegur

Gylfi Þór Sigurðsson var frábær í sigri Everton þann 21. apríl 2019. Hann skoraði og lagði upp. Richarlison kom Everton yfir og Gylfi bætti öðru marki Everton við eftir tæplega hálftíma leik með geggjuðu skoti langt fyrir utan teig sem David De Gea réði ekkert við.

„Í guðanna bænum! Andskotans hálfvitarnir ykkar," öskraði Mark Goldbridge þegar Gylfi skoraði. Goldbridge horfir á leiki United með stuðningsmönnum félagsins á stuðningsmannasíðunni United Stand á Youtube. Hann brjálaðist við mark Gylfa.

„Hvað eruð þið að gera? Þetta er Sigurðsson, hann hefur skorað svona mörk frá því hann var fjögurra ára," sagði Goldbridge jafnframt um mark Gylfa en öll mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.

Leikur Everton og Man Utd á Goodison Park verður flautaður á klukkan 12:30 og munum við á Fótbolta.net gera honum góð skil. Everton hefur farið mun betur en Man Utd af stað í deildinni og er í fimmta sæti með 13 stig.


Athugasemdir
banner
banner