Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 07. nóvember 2020 09:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tekur hinn 33 ára Nagelsmann við Man Utd?
Powerade
Julian Nagelsmann er einn efnilegasti þjálfari í heimi. Hann er aðeins 33 ára.
Julian Nagelsmann er einn efnilegasti þjálfari í heimi. Hann er aðeins 33 ára.
Mynd: Getty Images
Milan Skriniar er orðaður við Liverpool.
Milan Skriniar er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðri dagsins sem tekið er saman af BBC.



Barcelona er tilbúið að selja fimm leikmenn í janúar, þar á meðal Ousmane Dembele (23) sem var orðaður við Manchester United í síðasta mánuði. (Mundo Deportivo)

Liverpool hefur áhuga á því að kaupa Milan Skriniar (25) frá Inter vegna meiðsla miðvarðarins Virgil van Dijk. Tottenham hefur einnig sýnt Skriniar áhuga. (ESPN)

Erling Braut Haaland (20) er með munnlegt samkomulag við Dortmund um að fá að yfirgefa félagið 2022. Real Madrid er líklegasti áfangastaður hans. (AS)

Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig í Þýskaland, er annar möguleiki fyrir Manchester United félagið ákveður að reka Ole Gunnar Solskjær sem er undir mikilli pressu þessa stundina. Mauricio Pochettino hefur einnig verið orðaður við United. (ESPN)

Pochettino hefur hafnað Barcelona tvisvar, hann vill taka við Man Utd. (Star)

David Moyes, fyrrum stjóri United, hefur látið Solskjær vita að pressan hjá United er meiri en hjá nokkru öðru félagi í heiminum. (MEN)

Olivier Giroud (34), Emerson Palmieri (26) og Marcos Alonso (29), leikmenn Chelsea, eru allir á óskalista Antonio Conte, stjóra Inter. Conte er fyrrum stjóri Chelsea. (Football Italia)

Real Madrid seldi Sergio Reguilon (23) til Tottenham í sumar því hann og Luca Zidane (22) náðu ekki vel saman. Luca er sonur Zinedine Zidane, stjóra Real Madrid, en hann fór til Rayo Vallecano í sumar. (El Confidencial)

Umboðsmaður Dominik Szoboszlai (20), miðjumanns Red Bull Salzburg, hefur staðfest áhuga á leikmanninum frá Arsenal. (Index)

Marseille hefur dregið sig út úr kapphlaupinu um Mohamed Simakan (20), varnarmann Strasbourg. Hann er á óskalista Aston Villa. (Birmingham Mail)

Nigel Pearson, fyrrum stjóri Watford, segir að nokkrir leikmenn Watford hafi vitað um brottrekstur hans frá félaginu áður en hann vissi um það sjálfur. (Times)

Toni Freixa, sem er á meðal þeirra sem berjast um forsetastól Barcelona, segir að Lionel Messi (33) verði að taka á sig launalækkun ef hann vilji framlengja samning sinn. (Goal)
Athugasemdir
banner
banner
banner