Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 07. nóvember 2020 05:55
Victor Pálsson
Þýskaland í dag - Dortmund gegn Bayern Munchen
Mynd: Getty Images
Alfreð Finnbogason fær vonandi mínútur hjá Augsburg í dag sem á leik við Hertha Berlin í þýsku Bundesligunni.

Alls eru sex leikir á dagskrá í sjöundu umferð deildarinnar en Augsburg spilar við Hertha Berlin klukkan 14:30.

Það ber þó helst að nefna viðureign sem hefst klukkan 17:30 á Signal Iduna Park, heimavelli Borussia Dortmund.

Dortmund mætir þar Bayern Munchen í titilslag en bæði lið eru með 15 stig eftir fyrstu sex umferðirnar.

Bayern verður án tveggja lykimanna eða þeirra Niklas Sule og Alphonso Davies og spiar Dortmund án Emre Can og Mats Hummes.

Möguleiki er á að Leon Goretzka nái ekki leiknum fyrir Bayern en hann er að glíma við smávægileg meiðsli í kálfa.

Laugardagur:
14:30 Augsburg - Hertha Berlin
14:30 Union Berlin - Arminia Bielefeld
14:30 RB Leipzig - Freiburg
14:30 Mainz - Schalke 04
14:30 Stuttgart - Eintracht Frankfurt
17:30 Dortmund - FC Bayern
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner