Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 07. nóvember 2020 06:00
Victor Pálsson
Tuchel: Svona er líf þjálfarans í París
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, stjóri Paris Saint-Germain, hefur engar áhyggjur af því að missa starfið hjá franska stórliðinu.

Tuchel er oft orðaður við brottför en PSG tapaði 2-1 gegn RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag.

Það er krafa hjá PSG að gera vel í deild þeirra bestu og er því starf Þjóðverjans oft sagt vera í hættu ef úrslitin eru ekki ásættanleg.

„Frönsku blöðin eru alltaf að spyrja sömu spurningarnar og þær segja að starfið mitt sé í hættu," sagði Tuchel.

„Það hefur verið þannig alveg síðan ég kom. Ég veit ekki af hverju. Samkvæmt þeim er ástandið alvarlegt og þannig er það."

„Það breytir engu þegar kemur að minni vinnu með mínu starfsfólki. Svona er líf þjálfarans í París. Það er aldrei neitt nógu gott. Það er ekkert vandamál fyrir mig."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner