Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 07. nóvember 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gísli Gottskálk: Góður tími til að fara á reynslu
Ég er hjá frábæru félagi á Íslandi.
Ég er hjá frábæru félagi á Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Ég er mjög hávaxinn en ég þarf að byggja upp vöðvamassa
Ég er mjög hávaxinn en ég þarf að byggja upp vöðvamassa
Mynd: 3point.dk
Fjallað var um það í síðustu viku að Gísli Gottskálk Þórðarson, leikmaður Víkings, væri á reynslu hjá danska félaginu Bröndby. Gísli er uppalinn hjá Breiðabliki en fór til Bologna árið 2020. Hann sneri svo aftur til Íslands í maí og samdi við Víking.

Gísli spilaði æfingaleik síðasta mánudag gegn Lyngby. Hann ræddi um reynsluna hjá Bröndby við 3point.dk, stuðningsmannasíðu Bröndby. Gísli er átján ára unglingalandsliðsmaður, miðjumaður sem kom við sögu í fjórum leikjum með Víkingi í sumar.

„Ég spilaði með U19 landsliðinu og þar sá Bröndby mig spila. Þeir buðu mér í kjölfarið að koma hingað og æfa með þeim. Þetta er góður tímapunktur, því tímabilið á Íslandi var að klárast, þess vegna ákvað ég að fara," sagði Gísli. „Ég vil sýna hvernig leikmaður er og ég vona að ég muni ná að heilla."

Gísli spilaði á miðri miðjunni þegar hann kom inn á gegn Lyngby.

„Ég get spilað alls staðar á miðjunni, sé mig mest í sexunni eða áttunni og get líka spilað sem tía. Ég er góður og snöggur að lesa leikinn, góður í stuttu samspili. En ég þarf að bæta mig líkamlega. Ég er enn mjög ungur svo það er nóg sem hægt er að vinna í. Þegar ég verð fullvaxinn þá vonast ég til að verða mjög góður leikmaður. Ég er mjög hávaxinn en ég þarf að byggja upp vöðvamassa."

Hvernig myndi það horfa við þér ef Bröndby vildi fá þig í sínar raðir?

„Það er eitthvað sem ég mun þurfa að skoða ef það kemur upp. Ég er hjá frábæru félagi á Íslandi. Við sjáum hvað gerist. Núna er ég einbeittur á reynsluna og að sýna hvað í mér býr."

Gísli á að baki þrjá U19 landsleiki og er í hópnum sem fer í undankeppni EM seinna í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner