Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 07. nóvember 2022 09:20
Elvar Geir Magnússon
Hazard aftur til Englands? - Tottenham gæti gert tilboð í Gordon
Powerade
Eden Hazard.
Eden Hazard.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anthony Gordon.
Anthony Gordon.
Mynd: Getty Images
Ivan Toney.
Ivan Toney.
Mynd: Getty Images
Hasenhuttl, Hazard, Gordon, Mudryk, Nkunku, Saliba, Gakpo og fleiri í slúðurpakkanum í dag. BBC tók saman helstu sögurnar.

Southampton hefur áveðið að reka Ralph Hasenhuttl eftir 4-1 tapið gegn Newcastle í gær. Dýrlingarnir eru komnir niður í fallsæti. (Athletic)

Hasenhuttl segist ekki hafa áhyggjur af framtíð sinni, hann sinni bara sínu starfi og það sé það eina sem hann hugsi um. (BBC)

Newcastle United og Aston Villa hafa áhuga á að fá belgíska framherjann Eden Hazard (31) frá Real Madrid aftur í ensku úrvalsdeildina. (El Nacional)

Tottenham íhugar að gera tilboð í enska vængmanninn Anthony Gordon (21) hjá Everton í janúarglugganum. (Sun)

Arsenal hefur áfram áhuga á úkraínska vængmanninum Mykhaylo Mudryk (21) hjá Shaktar Donetsk. (CaughtOffside)

Franski framherjinn Christopher Nkunku (24) hjá RB Leipzig vill bíða eftir því hvað Real Madrid hyggst gera áður en hann tekur ákvörðun varðandi Chelsea. (El Nacional)

Arsenal vinnur að nýjum samningum fyrir franska varnarmanninn William Saliba (21), enska vængmanninn Bukayo Saka (21) og brasilíska framherjann Gabriel Martinelli (21). (Fabrizio Romano)

Marcel Brands íþróttastjóri PSV Eindhoven hefur sagt að Leeds United hafi gert 30 milljóna punda tilboð í hollenska vængmanninn Cody Gakpo (23) síðasta sumar. (ESPN)

Mörg ensk úrvalsdeildarfélög, þar á meðal Everton, Tottenham og Arsenal, hafa áhuga á kanadíska framherjanum Jonathan David (22) hjá Lille. (GiveMeSport)

Ivan Toney (26), sóknarmaður Brentford, er áfram valkostur í HM hóp Englands þrátt fyrir að vera undir rannsókn enska fótboltasambandsins vegna grunsemda um brot á veðmálareglum. (Sun)

Wilfried Zaha (29), vængmaður Crystal Palace, neitar að ræða um framtíð sína en samningur hans rennur út í sumar. (Sky Sports)

West Ham hyggst gera janúartilboð í Ben Brereton Diaz (23), framherjann hjá Blackburn. (Football Insider)

Leeds er að vinna baráttuna um enska miðjumanninn George Hall (18) hjá Birmingham. (Sun)

Vonir Philippe Coutinho (30), leikmanns Aston Villa, um að komast í brasilíska landsliðshópinn fyrir HM eru á unda. Hann verður frá í allt að tíu vikur vegna meiðsla. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner