Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 07. nóvember 2022 10:30
Elvar Geir Magnússon
Vlahovic óttast að meiðslin setji strik í reikninginn varðandi HM
Vlahovic í leik með Serbíu.
Vlahovic í leik með Serbíu.
Mynd: EPA
Dusan Vlahovic, sóknarmaður Juventus, er farinn að hafa áhyggjur af því að hann gæti misst af komandi heimsmeistaramóti í Katar. Þessi 22 ára serbneski sóknarmaður hefur ekki spilað síðustu þrjá leiki Juve vegna nárameiðsla.

Það var vonast til þess að Vlahovic yrði klár í stórleikinn gegn Inter í gær en eftir æfingu á laugardag hurfu þær vonir.

Vlahovic gengur erfiðlega að hrista af sér meiðslin en vonast til þess að geta spilað gegn Lazio síðar í vikunni. Fylgst er með þróun mála á hverjum degi.

Ítalskir fjölmiðlar segja að Vlahovic sé orðinn hræddur um að meiðslin setji strik í reikninginn fyrir HM í Katar og hann verði ekki í sínu besta standi á mótinu.

Fyrr á árinu missti hann af fjórum landsleikjum með Serbíu vegna svipaðra nárameiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner