fim 07. desember 2017 17:46
Elvar Geir Magnússon
Fer Rúnar Már líka til Malmö?
Rúnar Már í vináttulandsleik gegn Katar í síðasta mánuði.
Rúnar Már í vináttulandsleik gegn Katar í síðasta mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænskir fjölmiðlar greina frá því að sænsku meistararnir í Malmö séu að skoða miðjumanninn Rúnar Má Sigurjónsson, leikmann Grasshopper í Sviss.

Svissneski fjölmiðillinn Blick sagði á dögunum að framtíð Rúnars hjá Grasshopper væri í óvissu. Þessi 27 ára miðjumaður hefur ekki átt fast sæti í liðinu og haft var eftir þjálfara hans að hann myndi ekki vilja sitja endalaust á bekknum.

Rúnar Márgæti hugsað út í að skipta um lið til að auka möguleika sína á því að vera í HM-hópi Íslands sem fer til Rússlands.

„Ég held að allir séu að hugsa um Rússland, á hverjum einasta degi er maður fókuseraður á Rússland næsta sumar. Maður þarf bara að standa sig með félagsliði sínu og grípa tækifærið þegar maður er með landsliðinu," sagði Rúnar við Fótbolta.net nýlega.

Í dag skrifaði Arnór Ingvi Traustason undir samning hjá Malmö og Rúnar Már gæti farið þangað líka ef eitthvað er að marka sænska fjölmiðla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner