Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 07. desember 2017 17:00
Elvar Geir Magnússon
Fyrirliðinn á leið í langt bann fyrir kynþáttaníð í garð Brewster
Brewster var frábær á HM U17.
Brewster var frábær á HM U17.
Mynd: Getty Images
Leonid Mironov, fyrirliði unglingaliðs rússneska félagsins Spartak Moskvu, er líklega að fara í langt bann. UEFA hefur ákært hann fyrir kynþáttafordóma í leik gegn Liverpool í Evrópukeppni unglingaliða.

Liverpool kvartaði yfir hinum 19 ára Mironov eftir leikinn í gær og ef hann verður fundinn sekur fer hann í tíu leikja bann að lágmarki.

Samkvæmt reglugerð UEFA er að minnsta kosti tíu leikja bann fyrir að ráðast að öðrum einstaklingi með orðum vegna kynþáttar hans eða húðlits.

Brewster er talinn í hópi efnilegustu leikmanna Englands en hann var lykilmaður í sóknarleik U17 landsliðsins sem varð heimsmeistari fyrr á árinu.

Kynþáttafordómar hafa verið vandamál í rússneskum fótbolta og margir óttast að atvik því tengd muni koma upp á HM í Rússlandi á næsta ári.

Embed from Getty Images

Sjá einnig:
Gerrard sá um að róa Brewster
Athugasemdir
banner