Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 07. desember 2017 15:46
Magnús Már Einarsson
Ísland mætir risaþjóðum í Þjóðadeildinni - Styrkleikalistarnir klárir
Ísland er í þriðja styrkleikaflokki.
Ísland er í þriðja styrkleikaflokki.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Heimsmeistarar Þýskalands gætu mætt Íslandi.
Heimsmeistarar Þýskalands gætu mætt Íslandi.
Mynd: Getty Images
Ljóst er að andstæðingar Íslands í A-deild í nýrri Þjóðadeild UEFA verða gífurlega sterkir en búið er að gefa út styrkleikaflokkana fyrir dráttinn þann 24. janúar næstkomandi. Þrjú lið eru saman í riðli.

Leikið er heima og að heiman í Þjóðadeildinni í september, október og nóvember 2018. Sigurliðið í hverjum riðli fer í úrslitakeppni í júní 2019 en neðsta liðið fellur niður í B-deild í Þjóðadeildinni.

Staðan í Þjóðardeildinni mun svo úrskurða um niðurröðun fyrir undankeppni EM og HM í framtíðinni. Þá er hægt að vinna sér inn sæti í lokakeppni EM í gegnum Þjóðadeildina en um er að ræða varaleið fyrir lið sem ná ekki að komast áfram í gegnum undankeppni EM.

Smelltu hér til að lesa allt um Þjóðadeildina

Efsta deild í Þjóðadeildinni

Pottur 1
Þýskaland
Portúgal
Belgía
Spánn

Pottur 2
Frakkland
England
Sviss
Ítalía

Pottur 3
Pólland
Ísland
Króatía
Holland

Smelltu hér til að lesa allt um Þjóðadeildina



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner