Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 07. desember 2017 13:00
Magnús Már Einarsson
KSÍ fjölgar starfsfólki vegna HM - Jóhann og Víðir ráðnir
Víðir Reynisson.
Víðir Reynisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur ráðið tvo nýja starfsmenn vegna þátttöku Íslands á HM næsta sumar.

Um er að ræða þá Jóhann Ólaf Sigurðsson í markaðsdeild og Víði Reynisson í landsliðsdeild.

Jóhann Ólafur, sem starfaði m.a. á EM karla 2016 sem sérstakur fréttaritari UEFA með íslenska liðinu, hefur verið í hlutastarfi hjá KSÍ um nokkurt skeið og mun hann starfa við markaðs- og fjölmiðlamál.

Víðir hefur starfað fyrir KSÍ um árabil í hlutastarfi sem öryggisstjóri Laugardalsvallar og sem öryggisstjóri landsliða.

Báðir eru þeir nú ráðnir í fullt starf vegna þátttöku Íslands í úrslitakeppni HM karlalandsliða 2018 í Rússlandi.

Jóhann Ólafur hóf störf 1. desember síðastliðinn, en Víðir mun hefja störf að fullu í febrúar 2018.
Athugasemdir
banner
banner