banner
   fim 07. desember 2017 17:30
Magnús Már Einarsson
Leikjum á Wembley fjölgað á EM 2020 - Brussel dettur út
Frá Wembley.
Frá Wembley.
Mynd: Getty Images
Sjö leikir á EM 2020 fara fram á Wembley leikvanginum í London á Englandi en UEFA greindi frá þessu í dag.

EM 2020 fer fram á 12 mismunandi leikvöngum viðsvegar um Evrópu í tilefni af 60 ára afmæli EM.

Upphaflega var áætlað að Brussel í Belgíu yrði ein af borgunum sem spilað er í. UEFA tilkynnti hins vegar í dag að svo verði ekki þar sem ekki er ennþá búið að byggja leikvanginn sem áætlað var að spila á.

Wembley fær því fleiri leiki í staðinn. Undanúrslitin og úrslitaleikurinn verða á Wembley en búið er að bæta við þremur leikjum í riðlakeppninni og einum leik í 16-liða úrslitum.

Walesverjar og Svíar sitja eftir með sárt ennið en Cardiff og Stokkhólmur höfðu vonast til að fá leiki ef Brussel myndi detta út.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner