fim 07. desember 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Man Utd gæti skipt á Mata og Joao Mario
Powerade
Joao Mario (til hægri) er orðaður við Inter.
Joao Mario (til hægri) er orðaður við Inter.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er frekar stuttur í dag en slúðurmolarnir eru hins vegar áhugaverðir.



Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, og Florentino Perez, forseti félagsins, hafa haft samband við Ede Hazard (26) leikmann Chelsea. (Daily Mail)

Jonny Evans (29), varnarmaður WBA, er eftirsóttur en Everton, West Ham og Manchester City vilja krækja í hann. (Daily Mirror)

Manchester United hefur boðið Inter að fá Juan Mata (29) sem hluta af kaupverði fyrir portúgalska miðjumanninn Joao Mario (24). (Corriere dello sport)

Manchester City og Liverpool vilja bæði fá Jean Seri (26), miðjumann Nice), en Barcelona er líka að fylgjast með honum. (Daily Mail)

Njósnarar Southampton hafa verið að fylgjast með Mohamed Elyounoussi (23) kantmanni Basel. (Blick)

David Moyes, stjóri West Ham, er að íhuga að hafa markvörðinn Joe Hart (30) á bekknum gegn Chelsea um helgina. (Guardian)
Athugasemdir
banner
banner