Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 07. desember 2017 06:00
Fótbolti.net
Öll 24 félögin í Pepsi og Inkasso komin í ÍTF
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Á aðalfundi ÍTF (Íslensks toppfótbolta) 23. nóvember s.l. var samþykkt að gera breytingar á samþykktum samtakanna þannig að nú geta öll lið í tveimur efstu deildum karla verið aðilar að ÍTF.

Öll liðin 24 í Pepsi-deild og Inkassodeildinni eru nú orðnir aðilar að ÍTF eða hafa sótt um aðild og í samræmi við samþykktir samtakanna verða þau samþykkt á næsta stjórnarfundi.

ÍTF eru sérstök hagsmunasamtök félaga á Íslandi.

Heimasíða ÍTF verður opnuð á næstu dögum þar sem fram koma helstu upplýsingar um samtökin, hver eru markmið þeirra og tilgangur auk frétta af starfseminni.
Athugasemdir
banner
banner
banner