Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 07. desember 2018 13:10
Elvar Geir Magnússon
„Hef alltaf tapað gegn honum svo þú verður að spyrja einhvern annan"
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea.
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea.
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag en framundan er leikur gegn Manchester City á morgun, 17:30.

Hér má sjá allt það helsta sem fram fór á fundinum:

Um frammistöðu N'Golo Kante að undanförnu
„Þegar við vorum að vinna var staðsetning hans góð. Þegar við vinnum ekki er eðlilegt að leikmenn séu að spila illa og séu llla staðsettir. Okkar markmið er að verða besta lið í Evrópu svo við þurfum að bæta okkur og trúa."

Um slæm úrslit
„Ég vissi það að við myndum þurfa að glíma við vandræði. Ég bjóst við því að það myndi gerast á fyrstu tveimur mánuðunum en við spiluðum vel og náðum í stig. Ég var þá viss um að það kæmu vandamál í nóvember eða desember."

Um það verkefni að mæta City
„Við þurfum að vinna að því að minnka bilið í City. Ég tel að við séum að bæta okkur. Við þurfum að leysa vandamál á hverjum degi. Við erum að fara að mæta liði sem er kannski það besta í Evrópu en allt getur gerst."

Hvernig á að vinna Manchester City?
„Ég hef tapað öllum leikjum gegn Pep Guardiola svo þú þarft að spyrja einhvern annan," sagði Sarri kíminn.

Um síðasta leik
„Við stýrðum leiknum gegn Wolves vel í 50 mínútur, en svo duttum við í 'blakkát' þegar við lentum í vandræðum. Andstæðingarnir áttu tvö skot á markið og bæði fóru inn. Við náðum ekki að bregðast við."

Einhver meiðsli?
„Það eru engin alvarleg meiðsli og allir geta spilað."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner