Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 07. desember 2019 15:34
Ívan Guðjón Baldursson
Ferguson: Viljum fá stjóra í heimklassa
Ferguson og Pickford kátir að leikslokum.
Ferguson og Pickford kátir að leikslokum.
Mynd: Getty Images
Það var augljóst að Duncan Ferguson naut sín í botn á hliðarlínunni er Everton lagði Chelsea að velli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Ferguson var að stýra Everton í fyrsta sinn eftir brottrekstur Marco Silva og bjuggust ekki margir við sigri gegn sterku liði Chelsea. Niðurstaðan var þó sanngjarn 3-1 sigur, þökk sé tvennu frá Dominic Calvert-Lewin og góðu skallamarki Richarlison.

„Ég vil bara komast heim og leggja mig eftir þennan leik! Við erum ekki að horfa fram í tímann, við einblíndum bara á þennan leik," sagði Ferguson.

„Þetta eru frábær stig fyrir okkur og það var ótrúlegt að fá að stýra þessu liði. Ég naut mín í botn, þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Enginn getur tekið þessa lífsreynslu frá mér.

„Ég er tilbúinn til að vera hér eins lengi og stjórnin vill mig. Ég veit að það er verið að leita að nýjum stjóra og þannig á það að vera - við viljum fá stjóra í heimsklassa hingað."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner