Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 07. desember 2021 18:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ási Arnars: Verið ævintýri líkast
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Arnarsson tók við sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í október og hefur stýrt liðinu í fjórum keppnisleikjum, öllum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Framundan er leikur gegn Real Madrid á heimavelli og var Ási spurður á fréttamannafundi hvernig fyrstu mánuðirnir í starfi hefðu verið.

„Ævintýri líkast. Þetta er dálítið sérstakt verkefni að koma inn á þessum tímapunkti. Það þarf að komast inn í marga hluti hratt, kynnast hópnum hratt og komast umhverfið inn í klúbbnum hratt. Þó að maður þekki eitthvað til fyrir þá er þetta verkefni á öðru „leveli"," sagði Ási.

„Þetta hefur verið ótrúlega lærdómsríkt fyrir alla aðila sem koma að þessu; félagið, þjálfara og leikmenn. Þessir mánuðir í byrjun hafa verið ævintýri líkast. Það er hægt að líta neikvætt á það að fá lítinn undirbúning fyrir erfiða leiki en upp á framhaldið er þetta kostur því þú sérð hratt og vel hvað þú þarft að leggja áherslu á eða hvar við getum bætt okkur því það kemur hvergi betur í ljós heldur en í þessum leikjum," sagði Ási.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 20:00. Hann er í beinni útsendingu á YouTube og beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.
Meistaradeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner