Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. desember 2021 21:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Magnaður Haller hættir ekki að skora - Hann og Ronaldo
Sebastian Haller.
Sebastian Haller.
Mynd: EPA
Sóknarmaðurinn Sebastien Haller hefur farið á kostum í Meistaradeildinni á þessu tímabili.

Hann skoraði fyrsta mark Ajax í kvöld í leik gegn Sporting Lissabon í Meistaradeildinni. Markið skoraði hann af vítapunktinum og kom hann Ajax í forystu.

Haller er núna búinn að skora tíu mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni á tímabilinu, en þetta er hans fyrsta tímabil í keppninni.

Hann er sá fljótasti í sögunni til að komast í tíu mörk og er hann annar leikmaðurinn í sögunni til að skora í öllum leikjunum í riðlakeppninni. Hinn leikmaðurinn? Cristiano Ronaldo.

Þessi öflugi sóknarmaður sýndi ekki hvers hann er megnugur þegar hann lék með West Ham frá 2019 til 2021. Hann skoraði 14 mörk í 54 leikjum þar. Ajax keypti hann fyrir 22,5 milljónir evra í janúar 2021.

Haller er alls búinn að skora 20 mörk í 21 leik á tímabilinu. Ajax er að vinna 4-1 gegn Sporting og mun liðið taka þátt í 16-liða úrslitunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner