Edoardo Bove, leikmaður Fiorentina, missti meðvitund í leik liðsins gegn Inter um síðustu helgi og fór í hjartastopp.
Hjartastuðtæki var notað til að koma hjartanu aftur í gang en hann er enn á sjúkrahúsi en er úskrifaður af gjörgæslu.
Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að hann muni gangast undir aðgerð eftir helgi þar sem bjargráður verður græddur í hann.
Reglur í ítölsku deildinni segja til um að leikmenn megi ekki spila á ítalíu með bjargráð, hann hefur því spilað sinn síðasta leik þar í landi.
Christian Eriksen fór í hjartastopp á EM 2010 og samningi hans við Inter var rift eftir að bjargráður var græddur í hann.
Athugasemdir