Amanda Andradóttir var í byrjunarliði Twente þegar liðið vann Heerenveen á útivelli í hollensku deildinni í dag.
Twente var með 1-0 forystu í hálfleik og Amanda tvöfaldaði forystuna snemma í seinni hálfleik. Liðið bætti við tveimur mörkum í viðbót og þar við sat. 4-0 sigur staðreynd. Liðið er í 4. sæti með 17 stig eftir átta umferðir.
Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern, var á sínum stað í byrjunarliðinu þegar liðið vann Essen í þýsku deildinni 2-0. Bayern komst aftur á toppinn með sigri en liðið er með 26 stig eftir 11 umferðir, jafn mörg stig og Leverkusen.
Diljá Ýr Zomers gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu þegar Leuven vann 6-1 sigur gegn Olsa Brakel í átta liða úrslitum belgíska bikarsins.
Athugasemdir