Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 08. janúar 2021 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir vinnubrögð Gautaborgar léleg - „Eitthvað gruggugt í þessu"
Titlinum fagnað í vetur.
Titlinum fagnað í vetur.
Mynd: Gautaborg
Mér finnst þetta Gautaborgarmál búið að vera mjög skrítið og kom mér mjög á óvart.
Mér finnst þetta Gautaborgarmál búið að vera mjög skrítið og kom mér mjög á óvart.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liðið Kopparbergs/Gautaborg FC var lagt niður undir lok síðasta árs eða allt þar til að þremur dögum seinna var hætt við að leggja niður liðið. Gautaborg vann sænsku kvenna-Allsvenskan en átti við fjárhagsvandræði að stríða.

Lestu um málið:
Sænsku meistararnir hætta við að leggja niður liðið

Fréttaritari spurði Glódísi Perlu Viggósdóttir út í hennar sýn á málið en hún var til viðtals hér á Fótbolta.net fyrr í vikunni. Glódís er leikmaður Rosengård.

Hvernig hefur verið að fylgjast með Gautaborgarmálinu?

„Mér finnst þetta Gautaborgarmál búið að vera mjög skrítið og kom mér mjög á óvart. Lið sem er ný búið að vinna sinn fyrsta titil, tryggja sér rétt á að spila í Meistaradeild Evrópu og gefa það svo út að það nægir þeim ekki að vera bara stórlið í Svíþjóð. Félagið tilkynnir leikmönnum svo tíu mínútum áður en þetta fer í fjölmiðla; að liðið verði lagt niður og allir orðnir „free agent“ (samningslausir - frjálst að fara til annars félags)."

„Félagið tilkynnir svo nokkrum dögum seinna að það ætli aftur að vera með og sé komið með fjárhagsstuðning. Mér persónulega finnst þetta léleg vinnubrögð og eitthvað gruggugt í þessu eins og þetta hafi jafnvel bara verið „risky PR stunt" til að fá fleiri kostendur. Lélegt af því það er ekki verið að hugsa um hag leikmanna.En sem betur fer fyrir leikmenn og deildina verða þær með á næsta ári,"
sagði Glódís.

Viðtalið við Glódísi:
„Finnst ég vera klár í næsta skref"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner