Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. janúar 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingahópur U17 kvenna: Breiðablik á flesta fulltrúa
Mynd: KSÍ

24 leikmenn gjaldgengir í U17 ára landslið kvenna hafa verið valdar til að taka þátt í sérstökum úrtaksæfingum á næstu dögum.


Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, valdi æfingahópinn. Þar eru leikmenn frá 13 félögum og flestir fulltrúar úr Breiðablik, eða sex talsins.

Æfingarnar fara fram í Miðgarði í Garðabæ og á Kópavogsvelli.

Æfingarnar eru liður í undirbúningi liðsins fyrir verkefni fyrri hluta ársins. Ísland tekur þátt í æfingamóti í Portúgal 2.-8. febrúar þar sem liðið mætir Portúgal, Englandi og Finnlandi. Í mars leikur liðið svo í seinni umferð undankeppni EM 2023 og mætir þar Albaníu og Lúxemborg.

Landsliðshópur U17 kvenna:
Hrefna Jónsdóttir - Álftanes
Bryndís Halla Gunnarsdóttir - Breiðablik
Harpa Helgadóttir - Breiðablik
Herdís Halla Guðbjartsdóttir - Breiðablik
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir - Breiðablik
Margrét Brynja Kristinsdóttir - Breiðablik
Olga Ingibjörg Einarsdóttir - Breiðablik
Berglind Freyja Hlynsdóttir - FH
Emma Björt Arnarsdóttir - FH
Helga Rut Einarsdóttir - Grindavík
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir - Haukar
Katrín Rósa Egilsdóttir - HK
Björg Gunnlaugsdóttir - Höttur
Salka Hrafns Elvarsdóttir - ÍA
Kolbrá Una Kristinsdóttir - KH
Ísabella Sara Tryggvadóttir - KR
Jóhanna Elín Halldórsdóttir - Selfoss
Lilja Björk Unnarsdóttir - Selfoss
Bergdís Sveinsdóttir - Víkingur R.
Freyja Stefánsdóttir - Víkingur R.
Sigdís Eva Bárðardóttir - Víkingur R.
Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir - Víkingur R.
Angela Mary Helgadóttir - Þór/KA
Krista Dís Kristinsdóttir - Þór/KA


Athugasemdir
banner
banner