Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 08. janúar 2023 18:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vináttulandsleikur: Andri Lucas gafst ekki upp og tryggði Íslandi jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eistland 1 - 1 Ísland
1-0 Sergej Zenjov ('44)
1-0 Andri Lucas Guðjohnsen ('52, misnotað víti)
1-1 Andri Lucas Guðjohnsen ('90, víti)

Lestu um leikinn: Eistland 1 -  1 Ísland

Íslenska landsliðið mætti því eistneska í æfingaleik á Algarve í Portúgal í kvöld.

Eistar byrjuðu leikinn mun betur en Dagur Dan Þórhallsson átti góða tilraun eftir rúmlega 20 mínútna leik en skot hans fór yfir markið.

Undir lok fyrri hálfleiks átti Ísland að fá víti þegar Markus Soomets leikmaður Eistlands sparkaði boltanum upp í hendina á samherja sínum en ekkert var dæmt.

Aðeins mínútu síðar skoraði Sergej Zenjov fyrir Eistland með frábæru skoti og staðan var 0-1 i hálfleik.

Íslendingar komu miklu sterkari inn í síðari hálfleikinn og Ísland fékk vítaspyrnu snemma þegar dómari leiksins taldi vera brotið á Kristal Mána Ingasyni en varnarmaður Eista náði vissulega boltanum.

Einhverjir myndu segja að réttlætinu hafi verið fullnægt þegar markvörður Eista varði vítið frá Andra Lucasi Guðjohnsen.

Andri Lucas átti nokkur færi áður en Ísland fékk aðra vítaspyrnu þegar varnarmaður Eistlands fékk boltann í hendina. Andri steig aftur á punktinn og skoraði í þetta sinn af miklu öryggi.

Jafntefli niðurstaðan í kaflaskiptum leik en Ísland mætir Svíþjóð í öðrum æfingaleik í Portúgal á fimmtudaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner