Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 08. janúar 2023 16:01
Aksentije Milisic
Enski bikarinn: Leeds lenti í vandræðum með Cardiff - Blackburn henti Norwich út
Rodrigo skoraði og klúðraði vítaspyrnu.
Rodrigo skoraði og klúðraði vítaspyrnu.
Mynd: Getty Images
Stoke City er komið áfram.
Stoke City er komið áfram.
Mynd: Getty Images

Fjórum leikjum var að ljúka í enska bikarnum en Leeds United var í eldlínunni og lenti í miklum vandræðum með Cardiff sem er í fallbaráttu í Championship deildinni.


Cardiff komst í tveggja marka forystu og leiddi leikinn í hálfleik. Leeds náði að vakna í þeim síðari en Spánverjinn Rodrigo minnkaði muninn á 65. mínútu og klúðraði síðan vítaspyrnu á 81. mínútu.

Stuttu áður hafði Joel Bagan fengið rautt spjald í liði Cardiff og það var síðan á lokamínútu leiksins sem Sonny Perkins jafnaði fyrir Leeds og tryggði það að liðið fengi annan leik gegn Cardiff á heimavelli.

Stoke vann Hartlepool á útivelli þar sem heimamenn gerðu tvö sjálfsmörk og þá vann Walsall dramatískan sigur á Stockport með marki á fimmtu mínútu uppbótartímanns.

Þá var Championship slagur þar sem Blackburn henti Norwich úr keppni með 1-0 sigri.

Cardiff City 2 - 2 Leeds
1-0 Jaden Philogene-Bidace ('24 )
2-0 Sheyi Ojo ('31 )
2-1 Rodrigo ('65 )
2-1 Rodrigo ('81 , Misnotað víti)
2-2 Sonny Perkins ('90 )
Rautt spjald: Joel Bagan, Cardiff City ('80)

Hartlepool 0 - 3 Stoke City
0-1 Euan Murray ('16 , sjálfsmark)
0-2 Jacob Brown ('43 )
0-3 Rollin Menayese ('48 , sjálfsmark)

Norwich 0 - 1 Blackburn
0-1 Jack Vale ('31 )

Stockport 1 - 2 Walsall
0-1 Danny Johnson ('63 )
1-1 Patrick Madden ('88 )
1-2 A. Williams ('90)


Athugasemdir
banner