Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 08. janúar 2023 19:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður Svava Rós liðsfélagi Dagnýjar á Englandi?
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir er sögð á leið í ensku úrvalsdeildina.

Svava er núna á mála hjá Brann í Noregi en hún varð norskur meistari í fyrra. Hún hjálpaði einnig liðinu varð bikarmeistari þar sem hún lagði upp tvö mörk í úrslitaleiknum gegn Stabæk.

Í kvöld segir íþróttafréttamaðurinn Tom Garry frá því að líklegt sé að Svava verði orðin leikmaður hjá ensku úrvalsdeildarfélagi fyrir næstu helgi.

„Það er eitthvað til að fylgjast með," skrifar hann á Twitter í kvöld.

Það er spurning hvort næsti áfangastaður hennar sé West Ham en Orri Rafn Sigurðarson, fyrrum fréttamaður Fótbolta.net, segir frá því í kvöld að félagið hafi reynt að fá hana síðasta sumar.

Dagný Brynjarsdóttir, liðsfélagi Svövu í íslenska landsliðinu, er fyrirliði West Ham og hefur leikið afskaplega vel með liðinu á þessari leiktíð.

Sjá einnig:
Svava kom djúpt úr frystinum og stóð uppi sem tvöfaldur meistari



Athugasemdir
banner
banner
banner