Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 08. mars 2018 08:00
Auglýsingar
100 dagar í fyrsta leik Íslands - Enn hægt að fá miða í beinu leiguflugi
Lúðvík Arnarson segir að um 1000 Íslendingar fari á vegum VITA Sport á HM í Rússlandi.
Lúðvík Arnarson segir að um 1000 Íslendingar fari á vegum VITA Sport á HM í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Í dag eru 100 dagar í að íslenska landsliðið leiki sinn fyrsta leik á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi en þá mætir liðið Argentínumönnum í Moskvu 16. júní næstkomandi.

Þeir sem sóttu um miða ættu nú að vera komnir með staðfestingu frá FIFA á miðum sínum. Þá eru margir miðahafar farnir að velta fyrir sér ferðum til Rússlands til þess að fylgjast með Íslenska landsliðinu á mótinu.

Lúðvík Arnarson hjá VITA Sport segir að um eitt þúsund Íslendingar fari með þeim á mótið í sumar.

„Ásókn í okkar ferðir er mikil og stefnir í að við hjá VITA Sport séum að sinna um það bil eitt þúsund Íslendingum sem ætla sér að fylgja liðinu okkar á HM," sagði Lúðvík við Fótbolta.net í gær.

„Við erum með allar tegundir af ferðum, á hvern leik fyrir sig, ferð á fyrsta og annan leik í riðlinum, ferð á annan og þriðja leik og svo líka auðvitað ferð á alla leikina. Flestir eru að fara á einn leik, en við erum með hátt í tvö hundruð manns sem eru að fara á fleiri en einn leik,“ bætti hann við.

Aðspurður hvort laust væri í einhverjar ferðir, þá nefndi Lúðvík að ennþá væru örfá sæti laus í bæði stutta tveggja nátta ferð á leikinn gegn Argentína í beinu leiguflugi. Einnig er eitthvað laust í 3 nátta ferð á sama leik, þar sem flogið er í beinu leiguflugi út 15. júní til Moskvu, en flugið heim að kvöldi 18. júní væri í áætlunarflugi með einni millilendingu.
Athugasemdir
banner