Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. mars 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin í dag - Arsenal gegn AC Milan
AC Milan þykir sigurstranlegri aðilinn.
AC Milan þykir sigurstranlegri aðilinn.
Mynd: Getty Images
Í kvöld hefjast 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar og renna augu flestra til Ítalíu, nánar tiltekið til Mílanó-borgar þar sem heimamenn í AC Milan fá heimsókn frá Arsenal.

Gengi Arsenal að undanförnu hefur vægast sagt verið herfilegt. Liðið tapaði gegn nýliðum Brighton í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Á meðan hefur Milan verið að ná í blússandi fín úrslit undir stjórn fyrrum miðjumanns liðsins, Gennaro Gattuso.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig leikurinn spilast íkvöld en hann hefst 18:00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Aðrir athyglisverðir leikir eru í kvöld en allar viðureignirnar eru hér að neðan. Þetta eru fyrri leikirnir í 16-liða úrslitunum.

Leikir dagsins:
18:00 Atletico Madrid - Lokomotiv Moskva (Stöð 2 Sport 3)
18:00 CSKA Moskva - Lyon
18:00 Borussia Dortmund - Salzburg
18:00 AC Milan - Arsenal (Stöð 2 Sport 2)
20:05 Lazio - Dynamo Kiyv
20:05 RB Leipzig - Zenit (Stöð 2 Sport 3)
20:05 Marseille - Athletic Bilbao (Stöð 2 Sport 2)
20:05 Sporting Lissabon - Viktoria Plzen
Athugasemdir
banner
banner
banner