Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 08. mars 2018 22:02
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Lazio gerði jafntefli - Marseille vann
Felipe Anderson skoraði og lagði upp í kvöld.
Felipe Anderson skoraði og lagði upp í kvöld.
Mynd: Getty Images
Síðustu leikjum fyrri umferðar 16-liða úrslita Evrópudeildarinnar var að ljúka.

Lið úr öllum helstu deildum Evrópu mættu til leiks þar sem keppt var á Ítalíu, í Frakklandi, Þýskalandi og Portúgal.

Lazio gerði 2-2 jafntefli við Dynamo Kiev þar sem Junior Moraes gerði glæsilegt jöfnunarmark gestanna frá Úkraínu.

Ciro Immobile hefði getað stolið sigrinum fyrir Lazio en skaut í stöngina með síðustu snertingu leiksins. Hann skoraði sitt sjötta mark í sex evrópudeildarleikjum og er búinn að gera 33 mörk í 35 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu.

Marseille hafði betur gegn Athletic Bilbao þar sem efnilegi Argentínumaðurinn Lucas Ocampos skoraði tvö. Dimitri Payet skoraði og lagði upp í sigrinum, á meðan kempan Aritz Aduriz gerði eina mark Bilbao úr vítaspyrnu.

Lærisveinar Roberto Mancini hjá Zenit náðu mikilvægu útivallarmarki í 2-1 tapi gegn Leipzig á meðan Sporting CP lenti ekki í vandræðum gegn Viktoria Plzen og vann 2-0.

Lazio 2 - 2 Dynamo Kiev
0-1 Viktor Tsygankov ('52)
1-1 Ciro Immobile ('54)
2-1 Felipe Anderson ('62)
2-2 Junior Moraes ('79)
Rautt spjald: Denys Garmash, D. Kiev ('90)

Marseille 3 - 1 Athletic Bilbao
1-0 Lucas Ocampos ('1)
2-0 Dimitri Payet ('14)
2-1 Aritz Aduriz ('45, víti)
3-1 Lucas Ocampos ('58)

RB Leipzig 2 - 1 Zenit
1-0 Bruma ('56)
2-0 Timo Werner ('77)
2-1 Domenico Criscito ('86)

Sporting CP 2 - 0 Viktoria Plzen
1-0 Fredy Montero ('45)
2-0 Fredy Montero ('49)
Athugasemdir
banner
banner