Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. mars 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Manchester
Gylfi og Rooney hlógu að ummælum Allardyce
Icelandair
Rooney og Gylfi fagna marki fyrr á tímabilinu.
Rooney og Gylfi fagna marki fyrr á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Athygli vakti í síðasta mánuði þegar Sam Allardyce, stjóri Everton, sagðist ekki geta teflt Gylfa Þór Sigurðssyni og Wayne Rooney saman fram í byrjunarliðinu því þá vanti hraða í liðið.

Tölfræðin hefur þó sýnt að Everton hefur gengið vel þegar Gylfi og Rooney spila saman í byrjunarliðinu. Gylfi segir að hann og Rooney séu ekki sammála því að þeir geti ekki spilað saman.

„Við erum báðir ósammála því. Við spjölluðum saman um þetta og hlógum að þessu," sagði Gylfi við Fótbolta.net.

„Eftir að hann sagði þetta þá unnum við nokkra leiki þar sem við spiluðum saman og það eina sem við getum gert er að sýna það inni á vellinum að við getum spilað saman."

„Við erum báðir nógu góðir til að spila saman. Við hentum hvor öðrum vel þó að við séum báðir leikmenn sem við viljum sækja. Við höfum unnið leiki saman og ég vona að þjálfarinn fylgist með því."

Sjá einnig:
Gylfi vill komast á miðjuna – „Ég nýt mín best þar”
Athugasemdir
banner