Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 08. mars 2018 16:22
Elvar Geir Magnússon
Hólmar tók þátt í meti - Héldu hreinu ellefta heimaleikinn í röð
Hólmar er 27 ára.
Hólmar er 27 ára.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson tók þátt í því um síðustu helgi að slá félagsmet hjá liði sínu Levski Sofia í Búlgaríu.

Levski spilaði þá ellefta heimaleikinn í röð án þess að fá á sig mark. Alls hefur liðið fengið á sig tíu mörk í 23 leikjum.

Hólmar hefur leikið alla ellefu leikina en Levski er í þriðja sæti búlgörsku deildarinnar.

Tímabilið 1970/71 hélt Levski hreinu í tíuheimaleikjum í röð en þess má geta að allir af þeim unnust.

Hólmar er í harðri baráttu um að vera í íslenska landsliðshópnum fyrir HM í Rússlandi en hann náði ekki að komast í EM hópinn fyrir tveimur árum.

Eftir rúma viku verður opinberaður landsliðshópur sem er á leið til Bandaríkjanna að spila vináttuleiki gegn Mexíkó og Perú.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner